
Rafeindaverkstæði
Viðskiptavinir Örtækni eru mörg af framsæknustu tækni- og iðnfyrirtækjum á Íslandi. Starfsfólk Örtækni sérhæfir sig í samsetningu og smíði á flóknum rafeindabúnaði sem notaður er víða um heim bæði á landi og til sjávar. Einnig tökum við að okkur almennar viðgerðir á rafeinda- og raftækjum og sérsmíði og samsetningu á öllum gerðum kapla. Hjá Örtækni starfar reynslumikið starfsfólk með víðtæka menntun og tækniþekkingu, starfsfólk Örtækni er lausnamiðað og veitir framúrskarandi persónulega þjónustu. Margir af viðskiptavinum Örtækni hafa verið í viðskiptum í yfir 30 ár.