Image
Image
Image

Lausnir að bættum lífsgæðum

Örtækni bíður upp á mikið úrval af tækjum og hugbúnaði sem hafa það að markmiði að bæta lífsgæði og veita tækifæri til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Jafnframt sjáum við um sérpantanir fyrir viðskiptavini frá öllum heimshornum í samvinnu við:

Á síðunni okkar er aðeins sýnishorn af þeim fjölda tækja og hugbúnaðar sem í boði eru:

  • Hugbúnaður fyrir blinda og sjónskerta
  • Lestæki fyrir sjónskerta
  • Tölvumýs og lyklaborð fyrir hreyfihamlaða
  • Punktaletursprentarar
  • Hljóðbókaspilarar
  • Þroskaforrit

Leitum leiða og finnum lausnir

Örtækni er leiðandi fyrirtæki í innflutningi á tækjum og hugbúnaði fyrir fatlað fólk á Íslandi. Ef varan er ekki til hjá okkur veitum við aðstoð við að finna þá vöru eða hugbúnað sem óskað er eftir. Með áratuga reynslu og þekkingu í innflutningi á sérvörum fyrir fatlað fólk viljum við uppfylla þarfir okkar viðskiptavina með sem bestum hætti.